
Rækjubáturinn Valbjörn ÍS 307 kemur hér til hafnar á Húsavík í septembermánuði árið 2012. Það spáði brælu og bátarnir leituðu hafnar.
Valbjörn var smíðaður í Njarðvík árið 1984 og hét upphaflega Haukur Böðvarsson ÍS 847.
Báturinn, sem var 57 brl. að stærð og búinn 470 hestafla cummins aðalvél, hét síðar Gullþór KE 70 og Kristján Þór EA 701 áður en Birnir hf. í Bolungarvík keypti hann og gaf honum nafnið Gunnbjörn ÍS 302.
Árið 1996 fór Gunnbjörn ÍS 302 til Póllands í miklar breytingar sem m.a fólust í því að báturinn var lengdur um sex metra og breikkaður um tvo.
Eftir þessar breytingar mældist báturinn 116 brl. að stærð. Lengd hans 25,98 metrar og breiddin 7 metrar tæpir. Aðalvélin var 675 hestafla Cummins frá 1987.
Gunnbjörn ÍS 302 fékk síðar nafnið Valbjörn ÍS 307 báturinn hafið farið í meiri breytingar til Póllands árið 2000 sem m.a fólust í nýrri brú ásamt því að skutur hans var endurbyggður.
Árið 2019 fékk báturinn nafnið Tindur ÍS 307 sem breyttist síðar sama ár í Tindur ÁR 307.
Ári síðar fékk báturinn nafnið Drangur Ár 307 með heimahöfn á Stokkseyri.
Drangur sökk við bryggju á Stöðvarfirði 25. október árið 2020 og eftir að því hafi verið komið á flot á ný lá það við bryggju í þorpinu fram til ágústmánaðar 2021 er það var selt til Færeyja í
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution