IMO 9437866. Silver Spirit. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Skemmtiferðskipið Silver Spirit kom inn á Skjálfanda í morgun og lagðist við akkeri framundan Húsavíkurhöfða og farþegar þess fluttir í land á léttbátum skipsins. Skipið, sem var smíðað í Ancona á Ítalíu árið 2008, er 211 metrar að lengd, 27 metra breitt og mælist 36.009 GT að … Halda áfram að lesa Silver Spirit á Skjálfanda
Month: júlí 2024
NG Explorer kom í kvöld
IMO 8019356. National Geographic Explorer siglir inn Skjálfanda í kvöld. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Farþegaskipið National Geographic Explorer kom til Húsavíkur í kvöldsólinni sem á vel við þar sem fyrsta nafn skipsins var Midnatsol. Skipið var smíðað árið 1982 í Ulstein Verft AS í Noregi og bar nafnið Midnatsol til ársins 2003 er það varð Midnatsol … Halda áfram að lesa NG Explorer kom í kvöld
Wilson Clyde kom í dag
IMO 9178458. Wilson Clyde ex Admiral Sun. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Flutningaskipið Wilson Clyde kom til Húsavíkur nú undir kveld og það ekki í fyrsta skipti. Skipið, sem er með hráefnisfarm fyrir PCC á Bakka, var smíðað í Slóvakíu árið 1998 og hét upphaflega og til októbermánaðar 2001 Dutch Trader. Síðan Admiral Sun til haustsins … Halda áfram að lesa Wilson Clyde kom í dag
Sumarið 2003
Við Húsavíkurhöfn 13. júlí árið 2003. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Þessi mynd sem nú birtist var tekin þann 13. júlí árið 2003 og sýnir þrjú fley í Húsavíkurhöfn. Dröfn RE 35 er að koma að landi og utan á Þvergarðinum liggur Björg Jónsdóttir ÞH 321. Innan á garðinum er verið að landa úr rækjubátnum Baldri Árna … Halda áfram að lesa Sumarið 2003
Landey SH 31
2678. Landey SH 31 ex Jón Páll BA 133. Ljósmynd Alfons Finnsson. Landey SH 31 hét upphaflega Jón Páll BA 133 og var smíðuð í Bátagerðinni Samtak árið 2006. Landeyjarnafnið fékk báturinn árið 2008 og hét svo til ársins 2012. Heimahöfn Stykkishólmur. Þá fór báturinn ti Grímseyjar þar sem hann fékk nafnið Kolbeinsey EA 252. … Halda áfram að lesa Landey SH 31
Azamara Quest á Skjálfanda
IMO 9210218. Azamara Quest ex Blue Moon. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Farþegaskipið Azamara Quest liggur við akkeri, eða ankeri eins og sumir segja, framundan Húsavíkurhöfða í dag og farþegar þess fluttir í land á léttbátum skipsins. Azamara Quest var smíða í Frakklandi árið 2000 og hét fyrstu þrjú árin R Seven og næstu þrjú árin … Halda áfram að lesa Azamara Quest á Skjálfanda
Tinder
Tinder F-2-LB. Ljósmynd Magnús Jónsson 2024. Maggi Jóns tók þessa mynd við Hafnarfjarðarhöfn í gær en hún sýnir nýjan bát frá Trefjum. Tinder heitir hann og er af gerðinni Cleopatra 36 með heimahöfn í Kjøllefjord. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. By clicking on the images you … Halda áfram að lesa Tinder
Hringur SH 277
582. Hringur SH 277 ex Hólmaröst SH 180. Ljósmynd Alfons Finnsson. Hringur SH 277 kemur hér að landi í Ólafsvík um árið en þaðan var báturinn gerður út út um árabil. Hringur var smíðaður í Hollandi árið 1955 og hét upphaflega Hringur SI 34. Hann var 61 brl. að stærð en báturinn var síðar lengdur … Halda áfram að lesa Hringur SH 277
Helga Jóh
1595. Helga Jóh VE 41 ex Von. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson. Helga Jóh VE 41 kemur hér til hafnar í Vestmannaeyjum um árið en þangað var báturinn keyptur frá Færeyjum árið 1981. Báturinn var smíðaður í Campeltown í Skotlandi árið 1977 fyrir Færeyinga og hét Von og mældist 149 brl. að stærð. Báturinn heitir í dag … Halda áfram að lesa Helga Jóh
Scenic Eclipse
IMO 9797371. Scenic Eclipse. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Skemmtiferðaskipið Scenic Eclipse lét úr höfn á Húavík nú undir kveld en skipið kom til hafnar rétt fyrir hádegi í gær. Skipið var smíðað hjá Uljanik shipyard í Pula í Króatíu árið 2019. Útgerðin er í Rijeka í Króatíu en skipið siglir undir fána Bahamaseyja með heimahöfn … Halda áfram að lesa Scenic Eclipse









