Búi EA 100

1153. Búi EA 100 ex Sæþór SF 244. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2000.

Búi EA 100 kemur hér til hafnar á Dalvík og tel ég árið vera 2000 sem helgast af því að Stakfellið kemur þarna í humátt á eftir.

Þarna var búið að selja Stakfellið til Rússlands og eitthvað höfðu þeir verið að prófa og komu þarna inn til að skila af sér mönnum. Ef ég man þetta rétt.

Búi var smíðaður hjá Skipasmíðastöð Austfjarða hf. á Seyðisfirði árið 1971 og hét upphaflega Sæþór SU 175 með heimahöfn á Eskifirði.

Hann var seldur til Hornafjarðar árið 1994, hélt nafni en varð SF 244.

Stefán Stefánsson keypti bátinn til Dalvíkur í lok árs 1999 og nokkru síðar fékk hann nafnið Búi EA 100.

Bjarmi ehf. keypti Búa, sem er 11 brl. að stærð, af Stefáni haustið 2004 og gerði út til ársins 2007 en þá keypti Stefán Þengilsson keypti hann og nefndi Góa ÞH 25.

Árin 2009-2011 hét báturinn Viktor EA 71 og var gerður út í ferðaþjónustu frá Dalvík.

Það var svo árið 2011 sem báturinn fékk Margrétarnafnið, var KÓ 44 árin 2011-2013, GK 16 árið 2013 og frá árinu 2014 SU 4. Heimahöfn Stöðvarfjörður.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd