Kristján S SH 23

734. Kristján S SH 23 ex Kolbrún ÍS 267. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Kristján S SH 23 frá Grundarfirði kemur hér að landi í Reykjavík um árið en hann var gerður út af Kristjáni og Sigurði Runólfssonum. Báturinn, sem var 38 brl. að stærð, hét upphaflega Goðaborg SU 40 frá Breiðdalsvík. Smíðaður í Skipasmíðastöð Kristjáns Nóa … Halda áfram að lesa Kristján S SH 23

Nökkvi ÞH 27

1622. Nökkvi ÞH 27 ex Þorvarður Lárusson SH 129. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2015. Rækjubáturinn Nökkvi ÞH 27 frá Grenivík kemur hér til hafnar á Húsavík haustið 2015. Upphaflega hét Nökkvi Guðlaugur Guðmundsson SH 97 frá Ólafsvík og síðan lengi vel Smáey VE 144. Í Morgunblaðinu þann 8. ágúst árið 1983 sagði m.a svo: Eitt nýjasta og fullkomnasta … Halda áfram að lesa Nökkvi ÞH 27

Björgunarskipið Gunnar Friðriksson í slipp á Húsavík

2292. Gunnar FRiðriksson í slipp á Húsavík. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2000. Hér gefur að líta björgunarskipið Gunnar Friðriksson í slipp á Húsavík þann 11. október árið 2000. Ekki man ég nú hvaða erindi hann átti en samkvæmt samtímaheimildum áttu Ísfirðigar von á nýjum Gunnari Friðrikssyni til heimahafnar þann 30. september þetta haust. Og í fréttinni … Halda áfram að lesa Björgunarskipið Gunnar Friðriksson í slipp á Húsavík

Haförn ÞH 26 kemur að landi

1979. Haförn ÞH 26 ex Þorsteinn BA 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Dragnótabáturinn Haförn ÞH 26 kemur hér að landi á Húsavík í dag. Það er Uggi fiskverkun ehf. sem á Haförninn og gerir út en fyrirtækið keypti bátinn árið 2010. Haförn ÞH 26 hét áður Þorsteinn BA 1 frá Patreksfirði og smíðaður var í Garðabær … Halda áfram að lesa Haförn ÞH 26 kemur að landi