Margrét GK 9 við bryggju

3020. Margrét GK 9. Ljósmynd Magnús Jónsson 2023. Hér gefur að líta Margréti GK 9 við bryggju í Njarðvík en Maggi Jóns tók myndina í gær. Margrét kom með flutningaskipi til landsins á dögunum en hún var smíðuð í Tyrklandi fyrir Skipasmíðastö Njarðvíkur hf. sem mun klára bátinn en kaupandi er Stakkavík ehf. í Grindavík. … Halda áfram að lesa Margrét GK 9 við bryggju

Vörðufell GK 205

2008. Vörðurfell GK 205 ex Stefnir ST 47. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Vörðurfell GK 205 var smíðað hjá Trefjaplasti ehf. á Blönduósi árið 1989 og hét upphaflega Stefnir ST 47 með heimahöfn á Drangsnesi. Árið 2001 er báturinn, sem er tæplega 10 brl. að stærð, skráður í Grindavík semVörðufell GK 205 og var gerður þaðan út … Halda áfram að lesa Vörðufell GK 205

Húsavíkurhöfn á fyrri hluta níunda áratugsins

Við Húsavíkurhöfn. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson. Hér kemur mynd Hreiðars Olgeirssonar frá því á níunda áratug síðustu aldar, sennilega 1984 frekar en 5. Þarna má sjá við bryggju Dagfara, Geira Péturs, Kristbjörgu, Sigþór, Skálaberg, Björgu Jónsdóttur og Sæljón EA 55 auk húsvískra smábáta. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri … Halda áfram að lesa Húsavíkurhöfn á fyrri hluta níunda áratugsins

Við Húsavíkurhöfn í kvöld

Við Húsavíkurhöfn í kvöld. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Mynd sú er nú birtist var tekin við Húsavíkurhöfn í kvöld og er hvalaskoðunarbáturinn Garðar í forgrunni. Lognið var algjört og ljósin við höfnina spegluðust fallega í sjónum. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. By clicking on the images … Halda áfram að lesa Við Húsavíkurhöfn í kvöld

Nýja hafrannsóknaskipið Þórunn Þórðardóttir sjósett 15. desember

Nýja hafrannsóknarskipið Þórunn Þórðardóttir. Lj. Stjórnarráðið. Nýtt hafrannsóknaskip verður sjósett í skipasmíðastöðinni Astilleros Armón í Vigo á Spáni 15. desember nk. Við sjósetningu mun skipið formlega hljóta nafnið Þórunn Þórðardóttir og fær það einkennisstafina HF 300. Skipið mun draga nafn sitt af Þórunni Þórðardóttur sem var fyrsta íslenska konan með sérfræðimenntun í hafrannsóknum og var … Halda áfram að lesa Nýja hafrannsóknaskipið Þórunn Þórðardóttir sjósett 15. desember

Nýr Hákon sjósettur í Gdansk

3059. Hákon ÞH 250. Ljósmynd Fésbókarsíða Gjögurs 2023. Hákon ÞH 250, nýtt uppsjávarskip Gjögurs hf., var sjósett í dag hjá Karstensens Skibsværft A/S í Gdansk Póllandi. Áætluð afhending Hákons ÞH 250, sem er 75,4 metrar að lengd og 16,5 metrar á breidd, er í apríl 2025. Með því að smella á myndina er hægt að skoða … Halda áfram að lesa Nýr Hákon sjósettur í Gdansk