Renaissance á Skjálfanda

IMO 8919257. Renaissance ex Agean Myth,. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Skemmtiferðaskipið Renaissance kom til Húsavíkur í morgunsárið og stafalogn á Skjálfanda. Skipið siglir undir fána Mermuda og er með heimahöfn í Hamilton. Renaissance var smíðað á Ítalíu árið 1993 og hét áður Agean Myth og þar áður Maasdam. Skipið hefur komið hingað áður er það … Halda áfram að lesa Renaissance á Skjálfanda

Tuukkaq verður Þerney RE 3

IMO 9263291. Tuuggaalik GR6-10 ex Hopen. Ljósmynd Óskar Franz 2017. Brim hf. hefur keypt frystitogarann Tuukkaq frá Grænlandi, af Tuukkaq Trawl AS sem er hlutdeildarfélag Royal Greenland AS.  Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Brims. Tu­ukkaq var smíðaður árið 2001 í Nor­egi og er 66,4 metra lang­ur og 14,6 metra breiður. Áætlað er að skipið … Halda áfram að lesa Tuukkaq verður Þerney RE 3

Le Boreal á Skjálfanda

IMO 9502506. Le Boreal. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Skemmtiferðaskipið Le Boreal siglir hér út Skjálfanda í gær eftir viðdvöl á Húsavík. Le Boreal er er í eigu franska skipafélagsins PONANT og var smíðað í Ancona á Ítalíu árið 2010. Það er 140 metrar að lengd, 18 metra breitt og mælist 10.944 GT að stærð. Le Boreal … Halda áfram að lesa Le Boreal á Skjálfanda

Moby Dick kemur úr hvalaskoðun

1453. Moby Dick ex Gerpir NK 111. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Hvalaskoðunarbáturinn Moby Dick kemur hér úr hvalaskoðun í dag en það eru Sjóferðir Arnars sem gera hann út frá Húsavík. Eins og áður hefur komið fram keypti fyrirtækið bátinn frá Norðfirði þar sem hann bar nafnið Gerpir NK 111 og var í eigu SÚN. … Halda áfram að lesa Moby Dick kemur úr hvalaskoðun

Oddi hf. kaupir Örvar SH 777

2159. Örvar SH 777 ex Vestkapp SF-8-S. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2009. Oddi hf. á Patreksfirði kynnti í dag kaup fyrirtækisins á línuskipinu Örvari SH 777 af Hraðfrystihúsi Hellisands hf. Í tilkynningu á fésbókarsíðu fyrirtækisins segir: Oddi hf Patreksfirði hefur náð samkomulagi við Hraðfrystihús Hellisands um kaup á línuskipinu Örvari SH 777 Skipið mun leysa Núp … Halda áfram að lesa Oddi hf. kaupir Örvar SH 777

Maud kom í kvöld

IMO 9247728. Maud ex Midnatsol. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Norska skemmtiferðaskipið Maud kom til Húsavíkur í kvöld og lagðist að Bökugarðinum. Það er Hurtigruten sem gerir skipið út en það var smíðað í Noregi árið 2003. Heimahöfn þess er Tromsø. Skipið, sem bar áður nafnið Midnatsol er 16,151 GT að stærð, lengd þess er 135,75 … Halda áfram að lesa Maud kom í kvöld