
Grímsey ST 2 frá Drangsnesi kemur hér að landi á Húsavík eitt haustið í lok síðustu aldar en báturinn var við dragnótaveiðar á Skjálfanda.
Báturinn, sem enn er gerður út frá Drangsnesi, hét upphaflega Sigurbjörg SU 88 og var smíðuð í Hollandi árið 1955. Heimahöfn Sigurbjargar var Fáskrúðsfjörður og eigendur hennar Pálmi og Helgi Þórðarsynir.
Árið 1969 var heimahöfn Sigurbjargar orðin Grindavík og báturinn GK 527. Síðar bar hann nöfnin Sólborg GK 527, Sigurjón Helgi SU 15, Ársæll SH 88, Benni Vagn ÍS 96 og Auðbjörg II SH 97 áður en hann fékk Grímseyjarnafnið árið 1997.
Grímsey ST 2 er 64 brl. að stærð.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution