Eiríkur ÞH 303

1267. Eiríkur ÞH 303 ex Árni GK 450. Ljósmynd Pétur Jónasson.

Bátalónsbáturinn Eiríkur ÞH 303 var smíðaður í Hafnarfirði árið 1971 og hét upphaflega Óskin ÁR 50.

Árið 1973 hét báturinn orðið Árni GK 450 með heimahöfn í Sandgerði. Ekki stoppaði hann lengi á Suðurnesjunum því ári síðar var hann keyptur til Húsavíkur.

Kaupendur voru bræðurnir Viðar og Guðmundur Hersteinn Eiríkssynir á samt Hreini Jónssyni. Nefndu þeir bátinn, sem var 11 brl. súðbyrðingur Eirík ÞH 303. 

Árið 1976 var hann aftur kominn suður í Sandgerði og hét Eiríkur GK-30 en frá árinu 1979 var hann Eiríkur RE 43. Árið 1980 fékk hann nafnið Gammur RE 43 

Til Dalvíkur kom báturinn 1982 og varð Gammur EA 177 en árið 1984 hét hann orðið Guðmundur Þór SU 121 með heimahöfn á Eskifirði.

Því nafni hélt báturinn þar til hann var dæmdur ónýtur og tekinn af skipaskrá vorið 1995.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s