
Skuttogarinn Stefnir ÍS 28 lenti fyrir linsunni hjá Hólmgeir Aaustfjörð á dögunum og nú fáum við að njóta myndanna.
Stefmir ÍS 28 hét upphaflega Gyllir ÍS 261 og var smíðaður árið 1976 í Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk A/S í Flekkefjord í Noregi fyrir Útgerðarfélag Flateyrar hf. á Flateyri.
Árið 1993 var Gyllir ÍSS 261 seldur til Ísafjarðar en stofnað var sérstakt félag um kaupin sem hét Þorfinnur hf. og Flateyrarhreppur átti 30% í því fyrirtæki. Heimahöfn hans var áfram Flateyri þar til um miðjan febrúar árið 1995 en þá færðist hún yfir á Ísafjörð.
Þorfinnur var síðar sameinaður Íshúsfélagi Ísfirðinga hf. sem svo aftur sameinaðist Hraðfrystihúsinu – Gunnvöru hf. árið 2000. Hraðfrystihúsi–Gunnvör hf. er eigandi togarans í dag.

Stefnir ÍS 28 er 48,95 metra langur og mælist 686 BT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can wiew them in higher resolution
Og ennþá sama vélin.
Líkar viðLíkar við