1231. Darri EA 32 ex Þorkell Árnason GK 21. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2007. Darri EA 32 liggur hér við bryggju á Dalvík um árið en þaðan var hann gerður út um tíma árin 2007-2008. Báturinn var smíðaður í Dráttarbrautinni hf. í Neskaupstað 1972 fyrir Hafölduna h/f á Eskifirði. Báturinn hét Hafalda SU 155 og var … Halda áfram að lesa Darri EA 32
Halli Eggerts ÍS 197
1013. Halli Eggerts ÍS 197 ex Sólrún EA 351. Ljósmynd Jón Páll Ásgeirsson 2004. Halli Eggerts ÍS 197 er hér að draga línuna árið 2004 en Jón Páll Ásgeirsson tók myndina. Báturinn hét upphaflega Þórkatla II GK 197 og var smíðaður fyrir Hraðfrystihús Þórkötlustaða hf. í Noregi árið 1966. Þórkatla II mældist upphaflega 256 brl. … Halda áfram að lesa Halli Eggerts ÍS 197
Guðrún Björg ÞH 60
462. Guðrún Björg ÞH 60 ex Geir ÞH 150. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1999. Guðrún Björg ÞH 60 kemur hér úr rækjutúr sumarið 1999 en það var Flóki ehf. sem gerði bátinn út. Upphaflega hét hann Glófaxi NK 54. Smíðaður í Danmörku árið 1955 og var með heimahöfn í Neskaupstað. Í desember 1969 keypti Eskey h/f á … Halda áfram að lesa Guðrún Björg ÞH 60
Kvistur KÓ 30
7395. Kvistur KÓ 30 ex Kvistur ÍS 131. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Kvistur KÓ 30 hét upphaflega Þengill ÞH 34 og átti heimahöfn á Húsavík. Smíðaður hjá Trefjum árið 1991. Árið 1995 fékk báturinn nafnið Gyða Jónsdóttir EA 208 með heimahöfn í Grímsey og sjö árum síðar var nafninu breytt í Gísli bátur EA 208. … Halda áfram að lesa Kvistur KÓ 30
Búðanes GK 101
922. Búðanes GK 101 ex Þorlákur helgi ÁR 11. Ljósmynd Vigfús Markússon. Búðanes GK 101 hét upphaflega Þorlákur ÍS 15 og var smíðaður í Danmörku árið 1957. Eigandi Græðir hf. í Bolungarvík. Báturinn, sem var 64 brl. að stærð, var seldur á Eyrarbakka árið 1965 þar sem hann fékk nafnið Þorlákur helgi ÁR 11. Frá … Halda áfram að lesa Búðanes GK 101
Trausti EA 98
396. Trausti EA 98 ex Sigurður Pálsson ÓF 66. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012. Trausti EA 98 frá Akureyri kemur hér til hafnar á Siglufirði sumarið 2012 en hann var þá gerður út til strandveiða. Báturinn sem, er 8 brl. að stærð, hét upphaflega Eyrún EA 58 var smíðaður 1954 fyrir Hríseyinga í skipasmíðastöð KEA. 1973 var … Halda áfram að lesa Trausti EA 98
Sæmundur HF 85
1068. Sæmundur HF 85 ex Sæmundur ÁR 21. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson. Sæmundur HF 85 létur hér úr höfn í Þorlákshöfn um árið en Sæmundarnafnið bar báturinn á árunum 1988-2005. Lengst af HF 85 en einnig ÁR 21, GK 83, SF 85 og GK 185. Báturinn hét upphaflega Valur NK 108 og var smíðaður hjá Vélsmiðju … Halda áfram að lesa Sæmundur HF 85
Knörrinn
306. Knörrinn ex Hrönn EA 258. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hér birtist mynd af Knerrinum sem tekin var fyrir rúmum tuttugu árum eða svo. Hér má finna sögu bátsins sem Norðursigling hefur gert út til hvalaskoðunar frá árinu 1995. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. By clicking on the images … Halda áfram að lesa Knörrinn
Við Húsavíkurhöfn
Við Húsavíkurhöfn að morgni 5. desember 2025. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Þessi mynd var tekin við Húsavíkurhöfn í gærmorgun og þarna má m.a sjá Villa Páls og Moby Dick ásamt fleiri fleytum. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. By clicking on the images you can view them in … Halda áfram að lesa Við Húsavíkurhöfn
Gunnar Guðmundsson RE 19
1227. Gunnar Guðmundsson RE 19 ex Þytur SU 89. Ljósmynd Vigfús Markússon. Á þessari mynd Vigfúsar Markússonar má sjá kallana á Gunnari Guðmundssyni RE 19 draga netin en þetta nafn bar báturinn árin 1977-1983. Báturinn hét upphaflega Þytur NS 22 og var smíðaður árið 1972 hjá Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar á Skagaströnd. Báturinn sem var tæplega … Halda áfram að lesa Gunnar Guðmundsson RE 19









