1131. Bjarni Sæmundsson HF 30 við bryggju í Hafnarfirði. Samkvæmt fréttum í dag hefur hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson HF 30 verið seldur til Noregs. Um Bjarna Sæmundsson er það að segja að skipið var smíðað í Þýskalandi árið 1970 og afhent Hafrannsóknastofnun í desember sama ár. Skipið er 56 metra langt og 10,6 metra breitt, dýpt … Halda áfram að lesa Bjarni Sæmundsson seldur til Noregs
Flokkur: Fréttir
Fiskkaup kaupir Aðalbjörgu RE 5
1755. Aðalbjörg RE 5. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Eins og komið hefur komið fram í fréttum hefur Fiskkaup hf. keypt útgerðarfélagið Aðalbjörgu RE ásamt samnefndu skipi og aflaheimildum. Aðalbjörg RE 5 var smíðuð hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar árið 1987 og lengd árið 1995. Báturinn er eftir það 21,99 metrar að lengd og mælist 59 brl./68 BT að … Halda áfram að lesa Fiskkaup kaupir Aðalbjörgu RE 5
Vísisskipin landa víða
Vísisskipin í heimahöfn. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2024. Fram kemur á heimasíðu Síldarvinnslunnar í dag að Vísisskipin hafi landað allvíða að undanförnu en aflabrögð hafa verið þokkaleg. Hér á eftir verður greint frá aflabrögðum og löndunum skipanna síðustu dagana að krókaaflamarksbátnum Fjölni GK undanskildum. Ísfisktogarinn Jóhanna Gísladóttir GK landaði á Grundarfirði sl. sunnudag. Afli skipsins … Halda áfram að lesa Vísisskipin landa víða
Fyrsta löndun ársins á Húsavík
2706. Sólrún EA 151 ex Tumi EA 84. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Línubáturinn Sólrún EA 151 kom að landi á Húsavík síðdegis í gær og landaði þar með fyrstur báta á Húsavík þetta árið. Eins og fram kemur á mbl.is í dag hefur GPG Seafood ehf. á Húsavík keypt útgerðarfélagið Sólrúnu ehf. á Árskógssandi í … Halda áfram að lesa Fyrsta löndun ársins á Húsavík
Dagatalið komið út
Þá er dagatal Skipamyndasíðunnar komið út og byrjað að senda þau til kaupenda. Eins og fyrr eru þetta skip af öllum stærðum og aldur þeirra misjafn. Sumir jafnvel horfnir af sjónarsviðinu eins og einn sem smíðaður var á Skagaströnd árið 1973. Sem dæmi þá kom nýjustu skipin til landsins í haust en það elsta var … Halda áfram að lesa Dagatalið komið út
Hulda Björnsdóttir GK 11 afhent í dag
3027. Hulda Björnsdóttir GK 11. Ljósmynd Þorbjörn hf. 2024. Það var stór dagur í skipasmíðastöðinni í Gijón á Spáni í dag þegar Hulda Björnsdóttir GK 11 var afhent Þorbirni hf. að viðstöddum fulltrúum Þorbjarnar og skipasmíðastöðvarinnar Astilleros Armon. Frá þessu segir á Fésbókarsíðu fyrirtækisins sem veitti góðfúslegt leyfi til að myndbirtingar hér. Þar segir jafnframt: … Halda áfram að lesa Hulda Björnsdóttir GK 11 afhent í dag
Síldarvinnslan kaupir Þóri SF 77 sem fær nafnið Birtingur
2731. Þórir SF 77. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2019. Síldarvinnslan hf. hefur keypt Þóri SF 77 af Skinney-Þinganesi hf. á Hornafirði og mun hann fá nafnið Birtingur NK 119. Efirfarandi má lesa um kaupin á heimasíðu fyrirtækisins: Síldarvinnslan hefur fest kaup á ferskfisktogaranum Þóri af Skinney – Þinganesi á Hornafirði. Togarinn er einnig búinn til … Halda áfram að lesa Síldarvinnslan kaupir Þóri SF 77 sem fær nafnið Birtingur
María Júlía komin til Húsavíkur
151. María Júlía í Húsavíkurhöfn. Ljósmynd Hjálmar Bogi 2024. Í gær lagði Örkin upp frá Akureyri með Maríu Júlíu BA 36, hið gamla björgunarskip Vestfirðinga, áleiðis til Húsavíkur og komu bátarnir þangað í gærkveldi. María Júlía fer í slipp á Húsavík til viðgerða en það hefur legið undir skemmdum við Ísafjarðarhöfn árum saman þrátt fyrir … Halda áfram að lesa María Júlía komin til Húsavíkur
Björgvin EA 311 seldur úr landi
1937. Björgvin EA 311. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012. Samherji hefur selt ísfisktogarann Björgvin EA 311 og verður skipið afhent kaupanda í júní. Í tilkynningu segir að Björgvin EA sé elsta skipið í flota Samherja, smíðað í Noregi árið 1988 og hafi alla tíð reynst mjög vel. Áhöfnin hefur umgengist skipið á sérstaklega vandaðan hátt og … Halda áfram að lesa Björgvin EA 311 seldur úr landi
Stefnir ÍS 28 seldur til Grænhöfðaeyja
1451. Stefnir ÍS 28 ex Gyllir ÍS 261. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019. Skuttogarinn Stefnir ÍS 28 hefur verið seldur til Cabo Verde og lýkur þar með nær hálfrar aldar vestfirskri útgerð skipsins. Frá þessi segir í Bæjarins besta. Þar segir jafnframt að fulltrúar kaupenda séu komnir til Ísafjarðar og vinna við að gera skipið klárt … Halda áfram að lesa Stefnir ÍS 28 seldur til Grænhöfðaeyja









