Maron GK 522

2093. Maron GK 522 ex Maron AK 94. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2005.

Maron GK 522, sem kemur hér að landi í Grindavík vorið 2005, hét upphaflega Sigrún HU 46 og var smíðaður á Blönduósi árið 1990.

Árið 1993 var báturinn seldur á Akranes þar sem hann fékk nafnið Maron AK 94. Árið 1997 er Maron orðinn GK 522 með heimahöfn í Grindavík.

Frá Suðurnesjum fer báturinn vestur á firði árið 2005 og fær nafnið Svalur BA 120 með heimahöfn á Bíldudal. 

Ári síðar fær hann nafnið Brimill SH 31 með heimahöfn í Stykkilshólmi.

Árið 2008 er hann seldur til Patreksfjarðar þar sem hann fékk nafnið Jón Páll BA 133 sem hann ber enn þann dag í dag.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd