1907. Emma Rós KE 16 ex Hraunsvík GK 75. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2025. Netabáturinn Emma Rós KE 16 er hér á heimstími úr Garðsjónum í vikunni en hún er gerð út frá Keflavík. Emma Rós hét áður Hraunsvík GK 75 en upphaflega hét báturinn Húni II F 18. Báturinn var smíðaður í Svíþjóð var … Halda áfram að lesa Emma Rós KE 16
Month: október 2025
Vinur
3048. Vinur ex Øyglimt. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Hvalaskoðunarbáturinn Vinur sem Sjóferðir Arnars á Húsavík gera út leggur hér upp í morgunferð dagsins í dag. Sjóferðir Arnars keypti bátinn frá Noregi fyrr á árinu en Vinur er rúmlega 20 metrar að lengd og tekur 48 farþega. Báturinn var úr smíðaður úr plasti árið 1980 og hét … Halda áfram að lesa Vinur
Hafbjörg VE 115
903. Hafbjörg VE 115 ex Hafbjörg ÁR 16. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson. Hafbjörg VE 115 hét upphaflega Cæsar ÍS 47 og var smíðaður í Skipasmíðastöð Marselíusar Bernharðssonar hf. Ísafirði árið 1942. Hafbjörg var síðasta nafn bátsins sem bar alls sjö nöfn í gegnum tíðina en allmarga einkennisstafi og númer. Um það má lesa hér en báturinn, … Halda áfram að lesa Hafbjörg VE 115
Eiður ÓF 13
1611. Eiður ÓF 13 ex Eiður EA 13. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2009. Dragnótabáturinn Eiður ÓF 13 kemur hér til hafnar á Húsavík vorið 2009 en upphaflega hét hann Valur RE 7. Báturinn var smíðaður í Bátalóni í Hafnarfirði og var afhentur frá stöðinni árið 1982. Hann var síðan lengdur og breikkaður árið 1996. Árið 1989 … Halda áfram að lesa Eiður ÓF 13
Njáll RE 275
1575. Njáll RE 275. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Njáll RE 275 kemur hér að landi í Keflavík um árið en hann var smíðaður í Bátalóni hf.í Hafnarfirði árið 1980. Hann var með smíðanúmer 460 frá stöðinni og smíðaður fyrir Sjóla hf. í Reykjavík. Báturinn var 24 brl. að stærð, lengd hans var 14,90 metrar og breiddin … Halda áfram að lesa Njáll RE 275
Örn KE 14
2313. Örn KE 14. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004. Örn KE 14 var smíðaður fyrir Sólbakka ehf. í Keflavík árið 1999 og fór smíðin fram hjá Crist skipasmíðastöðinni í Gdansk, Póllandi. Báturinn, sem er 159 brúttótonn að stœrð, 8 metra breiður og um 22 metrar að lengd, leysti Haförn KE 14 af hólmi en sá bátur … Halda áfram að lesa Örn KE 14
Þorleifur EA 88
2737. Þorleifur EA 88 ex Ebbi AK 37. Ljósmynd Haukur Sigtryggur Valdimarsson 2025. Hér gefur að líta Þorleif EA 88 sem áður hét Ebbi AK 37 en var keyptur til Grímseyjar í haust. Þorleifur EA 88 var smíðaður hjá Seiglu ehf. í Rekjavík árið 2006 og er tæplega 30 BT að stærð. Með því að … Halda áfram að lesa Þorleifur EA 88
Hulda Björnsdóttir á útleið
3027. Hulda Björnsdóttir GK 11. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2025. Á dögunum birtust myndir af Huldu Björnsdóttur GK 11 koma að landi í Grindavík en þær sem núna birtast tók Jón Steinar þegar hún lét úr höfn nokkrum dögum síðar. Hulda Björnsdóttir GK 11 var smíðuð árið 2024 hjá skipasmíðastöðinni Astilleros Armon í Gijon á … Halda áfram að lesa Hulda Björnsdóttir á útleið
Bátar við bryggju á Húsavík
Bátar við bryggju á Húsavík. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Þessi mynd var tekin fyrir mánuði síðan og sýnir nokkra báta við bryggju á Húsavík. Þarna er verið að landa úr Indriða Kristins BA 751 og fyrir framan hann liggja Særún EA 251 og Sólrún EA 151. Fjá má sjá hvalaskoðunarbátinn Fanney þar sem hún liggur … Halda áfram að lesa Bátar við bryggju á Húsavík
Háey I
2995. Háey I ÞH 295. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Línubátur GPG Seafood, Háey I ÞH 295, kom til löndunar á Húsavík í morgun og eins og sjá má hefur gránað í fjöll við Skjálfanda. Um bátinn má lesa hér. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. By clicking on … Halda áfram að lesa Háey I









