Eivind VA-132

IMO 8619522. Eivind VA-132 ex Vestliner. Ljósmynd Vigfús Markússon. Nú birtist mynd af Færeyska línuskipinu Eivind VA-132 frá Sandavagi sem Vigfús Markússon tók um árið. Eivind hét upphaflega Vestliner og var smíðaður í Noregi árið 1987, bar síðar nöfnin Atlantic Explorer, Lord Auckland, aftur Vestliner og Nordkappjenta. Skipið var selt til Færeyja árið 2010 og … Halda áfram að lesa Eivind VA-132

Jökull SK 16 sökk öðru sinni í Hafnarfjarðarhöfn

288. Jökull SK 16 sokkinn í Hafnarfjarðarhöfn. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2025. Eikarbáturinn Jökull SK 16 sökk í Hafnarfjarðarhöfn um helgina og það ekki í fyrsta skipti. Báturinn hefur legið um allanga hríð við bryggju í Hafnarfirði og sökk þar í fyrra skiptið árið 2020. Líkt og þá lá Þorsteinn ÞH 115 utan á Jökli … Halda áfram að lesa Jökull SK 16 sökk öðru sinni í Hafnarfjarðarhöfn

Breiðafjarðarferjan Baldur

3039. Baldur ex Røst. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson 2025. Tryggvi Sigurðsson tók þessa mynd á dögunum af Breiðarfjarðaferjunni Baldri koma til hafnar í Vestmannaeyjum en Baldur hefur undanfarnar vikur leyst Herjólf af meðan hann er í slipp. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. By clicking on the images … Halda áfram að lesa Breiðafjarðarferjan Baldur

Hákon á Höfn

3059. Hákon ÞH 250. Ljósmynd Sigurður Davíðsson 2025. Hér gefur að líta Hákon ÞH 250 við bryggju á Hornafirði en hann landar þar síld að ég held. Myndirnar tók Sigurður Davíðsson skipverji á Steinunni SF 10 sem landaði á Hornafirði í gær. 3059. Hákon ÞH 250. Ljósmyndir Sigurður Davíðsson 2025. Með því að smella á … Halda áfram að lesa Hákon á Höfn

MSC Magnifica við bryggju í La Spezia

IMO 9387085. MSC Magnifica. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Skemmtiferðaskipið MCS Magnifica var í höfn i La Spezia á Ítalíu í dag og lá vel við höggi til myndatöku. Skipið sem skráð er í Panama var smíðað í Frakklandi árið 2010 og er 298,3 metrar að lengd. Breidd þess er er 32,3 metrar og það mælist … Halda áfram að lesa MSC Magnifica við bryggju í La Spezia

Aðalbjörgin á landleið

1755. Aðalbjörg RE 5. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2025. Jón Steinar tók þessar myndir í vikunni en þær sýna Aðalbjörgina RE 5 ösla á móti norðanbárunni á leið til hafnar í Sandgerði. Aðalborg RE 5 var smíðuð á Seyðisfirði árið 1987 en látum myndirnar tala sínu máli. 1755. Aðalbjörg RE 5. Ljósmyndir Jón Steinar Sæmundsson … Halda áfram að lesa Aðalbjörgin á landleið