IMO 8619522. Eivind VA-132 ex Vestliner. Ljósmynd Vigfús Markússon. Nú birtist mynd af Færeyska línuskipinu Eivind VA-132 frá Sandavagi sem Vigfús Markússon tók um árið. Eivind hét upphaflega Vestliner og var smíðaður í Noregi árið 1987, bar síðar nöfnin Atlantic Explorer, Lord Auckland, aftur Vestliner og Nordkappjenta. Skipið var selt til Færeyja árið 2010 og … Halda áfram að lesa Eivind VA-132
Month: september 2025
Jökull SK 16 sökk öðru sinni í Hafnarfjarðarhöfn
288. Jökull SK 16 sokkinn í Hafnarfjarðarhöfn. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2025. Eikarbáturinn Jökull SK 16 sökk í Hafnarfjarðarhöfn um helgina og það ekki í fyrsta skipti. Báturinn hefur legið um allanga hríð við bryggju í Hafnarfirði og sökk þar í fyrra skiptið árið 2020. Líkt og þá lá Þorsteinn ÞH 115 utan á Jökli … Halda áfram að lesa Jökull SK 16 sökk öðru sinni í Hafnarfjarðarhöfn
Breiðafjarðarferjan Baldur
3039. Baldur ex Røst. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson 2025. Tryggvi Sigurðsson tók þessa mynd á dögunum af Breiðarfjarðaferjunni Baldri koma til hafnar í Vestmannaeyjum en Baldur hefur undanfarnar vikur leyst Herjólf af meðan hann er í slipp. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. By clicking on the images … Halda áfram að lesa Breiðafjarðarferjan Baldur
Herja ST 166
2766. Herja ST 166 ex Otur III ÍS 33. Ljósmynd Vigfús Markússon 2025. Otur III ÍS 33 hefur fengið nafnið Herja ST 166 með heimahöfn á Hólmavík. Upphaflega hét báturinn Benni SF 66 og var smíðaður í Trefjum árið 2007. Síðar fékk hann nafnið Steinunn HF 108 en árið 2021 fékk hann nafnið Otur III ÍS 33. Með því … Halda áfram að lesa Herja ST 166
Bylgja II VE 117
1533. Bylgja VE 117 ex Ragnar GK 233. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson. Bylgja VE 117 hét upphaflega Gísli á Hellu HF 313 og var smíðaður í Bátalóni í Hafnarfirði árið 1979. Báturinn fékk nafnið Ragnar GK 233 árið 1983 en 1989 það nafn sem hann ber á myndinni. Árið 1991 var báturinn seldur austur á Djúpavog … Halda áfram að lesa Bylgja II VE 117
Hákon á Höfn
3059. Hákon ÞH 250. Ljósmynd Sigurður Davíðsson 2025. Hér gefur að líta Hákon ÞH 250 við bryggju á Hornafirði en hann landar þar síld að ég held. Myndirnar tók Sigurður Davíðsson skipverji á Steinunni SF 10 sem landaði á Hornafirði í gær. 3059. Hákon ÞH 250. Ljósmyndir Sigurður Davíðsson 2025. Með því að smella á … Halda áfram að lesa Hákon á Höfn
Maggý VE 108
1855. Maggý VE 108 ex Ósk KE 5. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2025. Jón Steinar tók þessar myndir í gær af dragnótabátnum Maggý VE 108 þar sem hann var við veiðar suður af Stafnesi. Báturinn hét upphaflega Skálavík SH 208 og var smíðaður í Póllandi árið 1988 fyrir bræðurna Rúnar og Þorgrím Benjamínssyni í Ólafsvík. 1855. … Halda áfram að lesa Maggý VE 108
MSC Magnifica við bryggju í La Spezia
IMO 9387085. MSC Magnifica. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Skemmtiferðaskipið MCS Magnifica var í höfn i La Spezia á Ítalíu í dag og lá vel við höggi til myndatöku. Skipið sem skráð er í Panama var smíðað í Frakklandi árið 2010 og er 298,3 metrar að lengd. Breidd þess er er 32,3 metrar og það mælist … Halda áfram að lesa MSC Magnifica við bryggju í La Spezia
Aðalbjörgin á landleið
1755. Aðalbjörg RE 5. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2025. Jón Steinar tók þessar myndir í vikunni en þær sýna Aðalbjörgina RE 5 ösla á móti norðanbárunni á leið til hafnar í Sandgerði. Aðalborg RE 5 var smíðuð á Seyðisfirði árið 1987 en látum myndirnar tala sínu máli. 1755. Aðalbjörg RE 5. Ljósmyndir Jón Steinar Sæmundsson … Halda áfram að lesa Aðalbjörgin á landleið
Esjar SH 75
2330. Esjar SH 75. Ljósmynd Vigfús Markússon. Dragnótabáturinn Esjar SH 75 kemur hér að landi á Rifi en myndina tók Vigfús Markússon. Það er Hraðfrystihús Hellissands sem gerir bátinn út en fyrirtækið keypti hann árið 2020. Esjar SH 75 var smíðaður hjá Ósey í Hafnarfirði árið 1999 og hefur alla tíð heitið sama nafni. Báturinn … Halda áfram að lesa Esjar SH 75









