1028. Saxhamar SH 50 ex Sjöfn EA 142. Ljósmynd Vigfús Markússon. Saxhamar SH 50 kemur hér til hafnar á Rifi sem er hans heimahöfn. Útnes ehf. á og gerir bátinn út sem hét upphaflega Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 og var smíðaður 1967 fyrir Þorbjörn hf. í Grindavík. Einn 18 báta sem smíðaðir voru í skipasmíðastöðinni V.e.b Elbewerft … Halda áfram að lesa Saxhamar SH 50
Month: júlí 2025
Magnús SH 205
1343. Magnús SH 205 ex Sigurvon BA 55. Ljósmynd Vigfús Markússon. Magnús SH 205 frá Hellisandi kemur hér að landi á Rifi en báturinn hét upphaflega Garðar II SH 164 og var smíðaður fyrir Björn & Einar s/f í Ólafsvík í Slippstöðinni á Akureyri árið 1974. Árið 1996 var báturinn seldur til Hornafjarðar en hélt … Halda áfram að lesa Magnús SH 205
Hafdís
2462. Hafdís SK 4 ex Gunnar Bjarnason SH 122. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Dragnótabáturinn Hafdís SK 4 frá Sauðárkróki kemur hér að bryggju á Húsavík fyrir helgi en það er Fisk Seafood ehf. sem gerir hann út. Hafdís SK 4 hét áður Gunnar Bjarnason SH 122 frá Ólafsvík og var báturinn smíðaður í Kína árið 2001. Upphaflega … Halda áfram að lesa Hafdís
Vinur hefur hafið siglingar á Skjálfanda
3048. Vinur ex Øyglimt. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Hvalaskoðunarbáturinn Vinur sem Sjóferðir Arnars á Húsavík keypti frá Noregi fyrr á árinu hefur hafið siglingar á Skjálfanda. Vinur er rúmlega 20 metrar að lengd og tekur 48 farþega. Báturinn var úr smíðaður úr plasti árið 1980. Fyrirtækið hefur frá miðju sumri 2023 gert út hvalaskoðunarbátinn Moby … Halda áfram að lesa Vinur hefur hafið siglingar á Skjálfanda
Baldur VE 24
310. Baldur VE 24 ex Aud-Schou. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson. Baldur VE 24 var smíðaður í Danmörku árið 1930 og var 55 brl. að stærð. Hann var keyptur til landsins árið 1939 og fékk nafniðBaldur VE 24. Hér má lesa sögu hans en bátnum var fargað árið 2002. Með því að smella á myndina er hægt … Halda áfram að lesa Baldur VE 24
Seven Seas Grandeur á Húsavík
IMO 9877444. Seven Seas Grandeur. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Farþegaskipið Seven Seas Grandeur hafði viðdvöl á Húsavík í dag og lá við Bökugarðinn. Skipið var smíðað á Ítalíu árið 2023 og siglir undir fána Marshalleyja og heimahöfn þess er Majuro. Seven Seas Grandeur er 56,199 GT að stærð. Lengd skipsins er 224 metra og breidd … Halda áfram að lesa Seven Seas Grandeur á Húsavík
Hafdís SK 4
2462. Hafdís SK 4 ex Gunnar Bjarnason SH 122. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Dragnótabáturinn Hafdís SK 4 frá Sauðárkróki kom til Húsavíkur síðdegis í dag en það er Fisk Seafood ehf. sem gerir hann út. Hafdís SK 4 hét áður Gunnar Bjarnason SH 122 frá Ólafsvík og var báturinn smíðaður í Kína árið 2001. Upphaflega … Halda áfram að lesa Hafdís SK 4
Maren SH 555
2830. Maren SH 555 ex Álfur SH 414. Ljósmynd Jón Páll Ásgeirsson 2025. Jón Páll tók þessa mynd í gær af Maren SH 555 koma til hafnar í Reykjavík. Báturinn var smíðaðir í Bátasmiðjunni Mótun árið 2004 og hét upphaflega Sjóvn HF 108. Hann var seldur til Færeyja það sama ár og fékk nafnið Sjoam SA-161. … Halda áfram að lesa Maren SH 555
Hansa Christiansoe er nýtt og glæsilegt skip
IMO 1031587.Hansa Christiansoe. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Flutningaskipið Hansa Christiansoe er á Húsavík í dag þar sem það losar saltfarm. Skipið er nýtt af nálinni, var afhent þýsku útgerðinni Leonhardt & Blumberg í aprílmánuði sl. frá skipasmíðastöðinni Jiangsu Dajin Heavy Industry Co Ltd í Kína. Hansa Christiansoe, sem siglir undir fána Portúgals með heimahöfn á … Halda áfram að lesa Hansa Christiansoe er nýtt og glæsilegt skip
Ingólfur GK 125
824. Ingólfur GK 125 ex Bergþór KE 5. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson. Ingólfur GK 125, sem hér kemur að landi í Grindavík um árið, var smíðaður í Frederikssund í Danmörku árið 1931. Báturinn, sem er 22 brl. að stærð, hét upphaflega Huginn GK 341 og var smíðaður fyrir Útgerðarfélag Vatnsleysustrandar í Vogum. Hann bar nokkur nöfn í gegnum … Halda áfram að lesa Ingólfur GK 125









