Jóhanna Gísladóttir landaði í Grindavík í gær

2677. Jóhanna Gísladóttir GK 357 ex Bergur VE 44. Ljósmynd Jón Steinar 2025.

Jóhanna Gísladóttir kom til löndunar í Grindavík snemma í gærmorgun og var aflinn um 240 kör sem gerir um það bil 76 tonn. Uppistaða aflans var þorskur, ýsa og steinbítur.

Vísir keypti togarann frá Vestmannaeyjum árið 2021 þar sem hann bar nafnið Bergur VE 44.

Togarinn, sem hét upphaflega Westro, var smíðaður fyrir Skota í Karstensens Skibsværft í Skagen í Danmörku árið 1998. Bergur ehf. í Vestmannaeyjum keypti hann til landsins frá Noregi haustið 2005 en þar hét hann Brodd 1 og var gerður út frá Álasundi. 

Jóhanna Gísladóttir er 569 BT að stærð, 36 metrar að lengd og breiddin 10,50 metrar.

Jón Steinar tók myndir af togaranum í gær, bæði þegar hann kom til hafnar og eins þegar hann lét úr höfn að löndun lokinni.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd