
Jón Steinar tók þessa myndasyrpur í dag af netabátnum Dagrúnu HU 121 þar sem hún var að draga netin úti fyrir Skagaströnd.
Dagrún hét upphaflega Daðey GK 777 frá Grindavík og var yfirbyggður línubátur smíðaður hjá Mótun ehf í Njarðvík árið 2004.
Árið 2018 fékk hann nafnið Bergvík KE 22 og honum breytt til netaveiða. Og yfirbyggingin fékk að fjúka.
Frá árinu 2022 hefur báturinn heitið Dagrún HU 121 með heimahöfn á Skagaströnd.




Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution