
Línubáturinn Sólrún EA 151 kom að landi á Húsavík síðdegis í gær og landaði þar með fyrstur báta á Húsavík þetta árið.
Eins og fram kemur á mbl.is í dag hefur GPG Seafood ehf. á Húsavík keypt útgerðarfélagið Sólrúnu ehf. á Árskógssandi í Eyjafirði.
Kaupunum fylgja bátarnir Sólrún EA 151 og Særún EA 251 auk rúmlega 500 tonna kvóta, þar af um 370 tonn í þorski. Fyrirtækið átti einnig Rún EA 351.



Særún EA 251 hét upphaflega Nanna Ósk II ÞH 133 frá Raufarhöfn.
Þá má geta þess að GPG Seafood ehf. hefur selt Halldór NS 302 vestur á firðir þar sem hann fékk nafnið Elías Magnússon ÍS 9 með heimahöfn á Suðureyri.
Halldór hét upphaflega Einar Hálfdáns ÍS 11 og síðar Áki í Brekku SU 760.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution