
Hér gefur að líta línubátinn Háey I ÞH 295 og neta- og dragnótabátinn Hafborgu EA 152 þar sem þeir lágu við Suðurgarðinn í Húsavíkurhöfn í gærkveldi.
Háey I er gerð út af GPG Seafood ehf. á Húsavík en er með heimahöfn á Raufarhöfn. Báturinn er 30 BT að stærð.
Hafborg EA 152 er 284 brúttótonn að stærðog er hún gerð út af samnefndu fyrirtæki og heimahöfnin hennar er Grímsey.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution