306. Knörrinn ex Hrönn EA 258. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Hann er glæsilegur Knörrinn sem hér leggur upp í hvalaskoðunarferð á Skjálfanda í vikunni. Hér má finna sögu bátsins sem Norðursigling hefur gert út til hvalaskoðunar frá árinu 1995. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. By clicking on the images … Halda áfram að lesa Knörrinn
Month: júlí 2024
Við Húsavíkurhöfn sumarið 2008
1357. Níels Jónsson EA 106 ofl. bátar í Húsavíkurhöfn 30. júlí 2008. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Þessi mynd var tekin 30. júlí sumarið 2008 og sýnir m.a Níels Jónsson EA 106 frá Hauganesi ásamt fleiri bátum. Svona fljótt á litið eru þrír þeirra ennþá hér en það eru Fram, Sævaldur og Lundey. Með því að smella … Halda áfram að lesa Við Húsavíkurhöfn sumarið 2008
Vancouverborg kom í kvöld
IMO 9213741. Vancouverborg. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Hollenska flutningaskipið Vancouverborg kom til Húsavíkur í kvöld og lagðist að Bökugarði. Skipið, sem kom með hráefnisfarm til PCC á Bakka, siglir undir hollenskum fána með heimahöfn í Delfzijl. Vancouverborg var smíðað í Hollandi árið 2001 og er 6.361 GT að tærð. Lengdin er 132 metrar og breiddin … Halda áfram að lesa Vancouverborg kom í kvöld
Tómas Þorvaldsson landaði í Grindavík í gær
2173. Tómas Þorvaldsson GK 10 ex ex Sisimiut GR 6-500. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2024. Það var líf og fjör við Grindavíkurhöfn í gær en frystitogarinn Tómas Þorvaldsson GK 10 kom þar inn um morguninn til löndunar. Jón Steinar tók þessar myndir en afli togarans var um 1009 tonn upp úr sjó eftir 40 daga veiðiferð. … Halda áfram að lesa Tómas Þorvaldsson landaði í Grindavík í gær
Rotterdam á Skjálfanda
IMO 9837470. Rotterdam á Skjálfanda með Lundey í baksýn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Farþegaskipið Rotterdam lá við akkeri framundan Húsavík í dag en þetta er stærsta skipið sem komið hefur hingað það sem af er sumri. Rotterdam er 299,79 metrar að lengd, breidd þess er 35 metrar og það mælist 99,935 GT að stærð. Skipið … Halda áfram að lesa Rotterdam á Skjálfanda
NG Endurance kom í kvöld
IMO:9842554. National Geographic Endurance. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Farþegaskipið National Geographic Endurance kom til Húsavíkur í kvöld og lagðist að Bökugarði. NG Endurance er 124,35 metra langt og 23,6 metra breitt og mælist 12,786 GT að stærð. Eigandi NG Endurance er skipafélagið Lindblad Expeditions sem á einnig systurskipið National Geographic Resolution en þau voru smíðuð … Halda áfram að lesa NG Endurance kom í kvöld
Húni II HU 2
108. Húni II HU 2 ex Sigurður Lárusson SF 110. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Það eru aldrei of margar myndir af Húna á síðunni og hér er hann HU 2 líkt og hann var í upphafi. Þá var hann með heimahöfn í Höfðakaupstað sem nú heitir Skagaströnd. Báturinn var smíðaður 1963 eftir teikningu Tryggva Gunnarssonar skipasmíðameistara … Halda áfram að lesa Húni II HU 2
Jón Sigurðsson GK 62
2275. Jón Sigurðsson GK 62 ex Kings Cross FR 380. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1997. Hér liggur uppsjávarveiðiskipið Jón Sigurðsson GK 62, við bryggju á Akureyri árið 1997 en þarna var sennilega búið að selja hann úr landi. Amk. var málað yfir GK 62 rétt eftir að myndin var tekin. Haukur Sigtryggur sendi miða: 2275....Jón Sigurðsson … Halda áfram að lesa Jón Sigurðsson GK 62
Vörðufell GK 205
1631. Vörðufell GK 205 ex Sveinbjörg ÁR 317. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Vörðufell GK 205 frá Grindavík kemur hér til Þorlákshafnar um árið en þetta nafn bar báturinn frá árunum 1989-1997. Báturinn hét upphaflega Fálkinn NS 325 og var smíðaður 1982 í Bátalóni fyrir aðila á Bakkafirði. Báturinn, sem er 30 brl. að stærð, var seldur … Halda áfram að lesa Vörðufell GK 205
Sigurbára VE 249
1631. Sigurbára VE 249 ex Fálkinn NS 325. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson. Sigurbára VE 249 sem hér sést hét upphaflega Fálkinn NS 325 og var smíðaður 1982 í Bátalóni fyrir aðila á Bakkafirði. Fálkinn var keyptur til Vestmannaeyja árið 1985 og fékk nafnið Sigurbára VE 249. Báturinn, sem er 30 brl. að stærð, var seldur til … Halda áfram að lesa Sigurbára VE 249









