Norwegian Star á Skjálfanda

IMO 9195157. Norwegian Star á Skjálfanda í morgun. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Skemmtiferðaskipið Norwegian Star kom inn á Skjálfandaflóa í morgun og lagðist við festar framundan Húsavíkurhöfn um stund. Norwegian Star er með stærstu skipum sem koma til Húsavíkur í sumar, mælist 91,740 GT að stærð. Lengd þess er 294,15 metrar og breiddin er 32,8 … Halda áfram að lesa Norwegian Star á Skjálfanda

Silver Endeavour á Skjálfanda

IMO 9821873. Silver Endeavour ex Crystal Endeavor.. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Skemmtiferðaskipið Silver Endeavour kom í morgun inn á Skjálfanda og lagðist við stjóra fram undan Húsavíkurhöfðanum. Silver Endeavor er 168 metra langt og 28 metra breitt og smíðaár er 2021. Það mælist 20.449 GT að stærð. Skipið hét fyrsta árið Crystal Endeavour og kom … Halda áfram að lesa Silver Endeavour á Skjálfanda

Systurskip við slippkantinn

1586. Kolbeinsey ÞH 10 - 1598. Örvar HU 21. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hér liggja systurskip við slippkantinn á Akureyri um árið og þá búið að selja annað þeirra úr landi. Kolbeinsey ÞH 10 og Örvar HU 21 sem bæði voru smíðuð í Slippstöðinni á Akureyri, Kolbeinsey afhent árið 1981 og Örvar 1982. Örvar var seldur … Halda áfram að lesa Systurskip við slippkantinn

Trillur í fjörunni

Trillur í fjörunni framundan hafnarstéttinni á Húsavík. Ljósmynd SRR. Hér gefur að líta trillur í fjörunni framundan hafnarstéttinni á Húsavík. Myndin var tekin um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Sú stærsta er ÞH 98 sem segir að þar sé um að ræða Ásgeir ÞH 98 sem síðar bar nöfnin Vilborg ÞH 98, Árný ÞH 98, … Halda áfram að lesa Trillur í fjörunni