1053. Bára ÍS 364 ex Bára SH 27. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Bára ÍS 364, sem hér liggur við bryggju í Þorlákshöfn um árið, hét upphaflega Kristjón Jónsson SH 77 frá Ólafsvík. Síðar Kristbjörg ÞH 44 og Kristbjörg II ÞH 244. 1980 fékk báturinn nafnið Skálaberg ÞH 244 og þegar það var selt til Flateyrar fékk … Halda áfram að lesa Bára ÍS 364
Month: júní 2024
Norwegian Star á Skjálfanda
IMO 9195157. Norwegian Star á Skjálfanda í morgun. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Skemmtiferðaskipið Norwegian Star kom inn á Skjálfandaflóa í morgun og lagðist við festar framundan Húsavíkurhöfn um stund. Norwegian Star er með stærstu skipum sem koma til Húsavíkur í sumar, mælist 91,740 GT að stærð. Lengd þess er 294,15 metrar og breiddin er 32,8 … Halda áfram að lesa Norwegian Star á Skjálfanda
Freri RE 73
1345. Freri RE 73 ex Ingólfur Arnarson RE 201. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Freri RE 73 kemur hér til hafnar í Reykjavík í aðdraganda Sjómanndagsins um árið en það var Ögurvík hf. sem gerði hann út. Freri hét upphaflega Ingólfur Arnarson RE 201, og var einn stóru Spánartogaranna svokölluðu og sá eini sem er enn í … Halda áfram að lesa Freri RE 73
Jói ÍS
7417. Jói ÍS 118 ex Jói ÍS 10. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Jói ÍS 118 kom við á Húsavík í ágústmánuði árið 2021 og þá var þessi mynd tekin. Báturinn hét upphaflega Þrándur KE 67 og var smíðaður hjá Bátasmiðju Guðmundar árið 1995. Árið 2000 fékk báturinn nafnið Jói ÍS 10 með heimahöfn á Ísafirði. … Halda áfram að lesa Jói ÍS
Silver Endeavour á Skjálfanda
IMO 9821873. Silver Endeavour ex Crystal Endeavor.. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Skemmtiferðaskipið Silver Endeavour kom í morgun inn á Skjálfanda og lagðist við stjóra fram undan Húsavíkurhöfðanum. Silver Endeavor er 168 metra langt og 28 metra breitt og smíðaár er 2021. Það mælist 20.449 GT að stærð. Skipið hét fyrsta árið Crystal Endeavour og kom … Halda áfram að lesa Silver Endeavour á Skjálfanda
Systurskip við slippkantinn
1586. Kolbeinsey ÞH 10 - 1598. Örvar HU 21. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hér liggja systurskip við slippkantinn á Akureyri um árið og þá búið að selja annað þeirra úr landi. Kolbeinsey ÞH 10 og Örvar HU 21 sem bæði voru smíðuð í Slippstöðinni á Akureyri, Kolbeinsey afhent árið 1981 og Örvar 1982. Örvar var seldur … Halda áfram að lesa Systurskip við slippkantinn
Slyngur EA 74
7518. Slyngur EA 74. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Slyngur EA 74 var smíðaður hjá Bátasmiðju Guðmundar fyrir samnefnt fyrirtæki á Akureyri árið 2001. Báturinn, sem er tæpar 5 brl. að stærð, hefur alla tíð átt heimahöfn á Akureyri. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. By clicking on the … Halda áfram að lesa Slyngur EA 74
Sævík mun fá nafnið Fjölnir
2714. Sævík GK 757 ex Óli Gísla. GK 112. Ljósmynd Jón Steinar 2022. Línubáturinn Sævík GK 757 fór í slipp í vikunni þar sem almenn skverun fer fram auk þess sem hann fær nýtt nafn. Eins og kom fram á síðunni var línuskipið Fjölnir GK 157 seldur til Noregs á dögunum og mun Sævíkin fá nafnið … Halda áfram að lesa Sævík mun fá nafnið Fjölnir
Trillur í fjörunni
Trillur í fjörunni framundan hafnarstéttinni á Húsavík. Ljósmynd SRR. Hér gefur að líta trillur í fjörunni framundan hafnarstéttinni á Húsavík. Myndin var tekin um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Sú stærsta er ÞH 98 sem segir að þar sé um að ræða Ásgeir ÞH 98 sem síðar bar nöfnin Vilborg ÞH 98, Árný ÞH 98, … Halda áfram að lesa Trillur í fjörunni
Páll Pálsson ÍS 102
1274. Páll Pálsson ÍS 102. Ljósmynd Jón Páll Ásgeirsson. Páll Pálsson ÍS 102 var einn tíu togara sem íslensk útgerðarfyrirtæki létu smíða fyrir sig í Japan og komu heim á árinu 1973. Árið 2017 keypti Vinnslustöðin togarann af HG í Hnífsdal og fékk hann nafnið Sindri VE 60. Sindri var seldur til Spánar árið 2019 … Halda áfram að lesa Páll Pálsson ÍS 102









