
Strandveiðibáturinn Þengill ÞH 20 kemur hér að landi á Húsavík í dag.
Þengill hét áður Lilja ÞH 21 og var smíðaður í Plastgerðinni sf. í Kópavogi árið 1984. Báturinn er tæplega 6 brl. að stærð.
Lilja hét upphaflega Snókafell GK 30 en 1985 fékk hann nafnið Gunnar Níelsson EA 555 með heimahöfn á Hauganesi. Heimild: aba.is
Árið 1991 fékk báturinn nafnið Einar EA 209 með heimahöfn á Akureyri. Því nafni hét hann þar til hann var keyptur til Húsavíkur vorið 2020 og fékk nafnið Lilja ÞH 21.
Það var svo árið 2021 sem hann fékk núverandi nafn.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.