Þrjú fyrrum íslensk skip í Þórshöfn

Fiskiskip við bryggju í Þórshöfn. Ljósmynd Aðalsteinn Árni Baldursson 2024.

Á þessari mynd Aðalsteins Árna Baldurssonar síðan um síðustu helgi gefur að líta fiskiskip við bryggju í Þórshöfn í Færeyjum.

Þrjú þessara skipa hafa verið í íslenska flotanum og þar af tvö smíðuð fyrir Íslendinga.

Hægra megin við bryggjuna er Vestmenningur sem áður hét Margrét EA 710 en vinstra megin er Tuneq næstur bryggju, utan á honum er Kappin og ystur er Eysturbugvin.

Tuneq hét upphaflega Helga II RE 373 og síðar Þorsteinn EA 840 og ÞH 360.

Kappin hét upphaflega Drangey SK 1 og síðar Aðalvík KE 95 og að lokum Sólbakur EA 307.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd