Gunnbjörn ÍS 302

1327. Gunnbjörn ÍS 302 ex Framnes ÍS 708. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2011. Skuttogarinn Gunnbjörn ÍS 302 kemur hér til hafnar á Húsavík vorið 2011 en hann var þá við úthafsrækjuveiðar. Upphaflega Framnes 1 ÍS 708, smíðaður fyrir Þingeyringa í Flekkefjord árið 1973. Á miða Hauks Sigtryggs segir: 1327....Framnes I. ÍS 708... TF-OH. IMO: 7325485. MMSI: … Halda áfram að lesa Gunnbjörn ÍS 302

Austurborg GK 91

1075. Austurborg GK 91 ex Austurborg SH 95. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2002. Austurborg GK 91 hét upphaflega Hásteinn ÁR 8 frá Stokkseyri og var smíðaður árið 1969 í Skipavík h/f í Stykkishólmi. Báturinn fór í skiptum til Vestmannaeyja upp úr 1990 fyrir Örn VE 244 sem heitir Hásteinn enn þann dag í dag. Hann fékk nafnið Andri VE 244 … Halda áfram að lesa Austurborg GK 91

Óli Hall HU 14

67. Óli Hall HU 14 ex Hafberg GK 377. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2006. Hér lætur Óli Hall HU 14 úr höfn í Grindavík í marsmánuði árið 2006 en þar átti báturinn áður lengi heimahöfn. Báturinn, sem smíðaður var fyrir Gunnvöru hf. í Noregi 1962, hét upphaflega Guðrún Jónsdóttir ÍS 267 frá Ísafirði en lengi vel Hafberg GK 377 … Halda áfram að lesa Óli Hall HU 14

Sæljós ÁR 11

467. Sæljós ÁR 11 ex Sverrir Bjarnfinns ÁR 110. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2005. Sæljós ÁR 11 kemur hér að landi í Sandgerði í marsmánuði árið 2005. Sæljós ÁR 11 hét upphaflega Grundfirðingur II SH 124 og var smíðaður árið 1956 í Nyköbing Mors í Danmörku árið 1956. Hann var 54 brl. að stærð og smíðaður … Halda áfram að lesa Sæljós ÁR 11

Gleðileg jól – Merry christmas – God jul – Feliz Navidas

Húsavík á Aðfangadegi jóla 2023. Með þessari mynd sem tekin var á Húsavík í dag fylgir jólakveðja til allra þeirra sem sækja síðuna heim Merry Christmas to you all who visit this site with thanks for stopping by. God jul og tusinde tak til alle dem, der besøger hjemmesiden.  Feliz Navidad a todos los que visitan este sitio … Halda áfram að lesa Gleðileg jól – Merry christmas – God jul – Feliz Navidas