Gleðileg jól – Merry christmas – God jul – Feliz Navidas

Húsavík á Aðfangadegi jóla 2023. Með þessari mynd sem tekin var á Húsavík í dag fylgir jólakveðja til allra þeirra sem sækja síðuna heim Merry Christmas to you all who visit this site with thanks for stopping by. God jul og tusinde tak til alle dem, der besøger hjemmesiden.  Feliz Navidad a todos los que visitan este sitio … Halda áfram að lesa Gleðileg jól – Merry christmas – God jul – Feliz Navidas

Kristján ÞH 5

5430. Kristján ÞH 5. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Kristján ÞH 5 var smíðaður af Jóhanni Sigvaldasyni bátasmið á Húsavík árið 1966. Bátinn, sem var tvær brúttórúmlestir að stærð, smíðaði hann fyrir Helga Kristjánsson í Sæbergi sem átti Kristján til ársins 1993. Þá eignaðist Höfði hf. bátinn og síðar Kristján Ásgeirsson. Á seinni stigum eignaðist Aðalsteinn Júlíusson bátinn … Halda áfram að lesa Kristján ÞH 5

Sæúlfur ÞH 188

5644. Sæúlfur ÞH 188 ex Blöndi ÞH 25. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Sæúlfur ÞH 188 kemur hér að landi á Húsavík um árið en hann var gerður út af Karli Bjarkasyni. Sæúlfur var smíðaður árið 1962 í Bátalóni í Hafnarfirði og var tæpar þrjár brúttórúmlestir að stærð. Upphaflega hét hann Mardís EA 164 með heimahöfn í … Halda áfram að lesa Sæúlfur ÞH 188

Steinunn og Þinganes

2966. Steinunn SF 10. Ljósmynd Sigurður Davíðsson 2023. Hornafjarðarskipin Steinunn SF 10 og Þinganes SF 25 liggja ljósum prýdd í Þorlákshöfn yfir jólin Siggi Davíðs skipverji á Steinunni sendi þessar myndir sem birtast hér. 2970. Þinganes SF 25 - 2966. Steinunn SF 10. Ljósmyndir Sigurður Davíðsson 2023. Með því að smella á myndirnar er hægt … Halda áfram að lesa Steinunn og Þinganes