Árni Sigurður AK 370

1413. Árni Sigurður AK 370. Ljósmynd Jón Páll Ásgeirsson. Árni Sigurður AK 370 var smíðaður árið 1975 hjá Baatservice Verft A/S í Mandal í Noregi og var eitt fjögurra skipa í raðsmíði stöðvarinnar fyrir íslenska aðila. Hin voru Gullberg VE 292, Huginn VE 55 og Skarðsvík SH 205. Í Morgunblaðinu 26. febrúar 1975 sagði svo … Halda áfram að lesa Árni Sigurður AK 370

Rifsnes SH 44

1136. Rifsnes SH 44 ex Örvar BA 14. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2006. Línuskipið Rifsnes SH 44 er hér rétt ókomið til hafnar á Húsavík haustið 2006. Rifsnesið, sem heitir Fjölnir GK 157 í dag, var smíðað í Mandal í Noregi 1968 en keypt til Skagastrandar árið 1970. Þá hét það Skrolsvik T-84-TN en Skagstrendingar nefndu hann Örvar HU 14. … Halda áfram að lesa Rifsnes SH 44

Sæunn Sæmunds ÁR 60

2706. Sæunn Sæmunds ÁR 60. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2009. Sæunn Sæmunds ÁR 60 kemur hér til hafnar í Þorlákshöfn sumarið 2009 en hún var smíðuð hjá Seiglu á Akureyri árið 2007. Seld norður í Eyjafjörð haustið 2017 og heitir í dag Sólrún EA 151 með heimahöfn á Árskógssandi. Með því að smella á myndina er hægt … Halda áfram að lesa Sæunn Sæmunds ÁR 60

Reykjaborg RE 25

1468. Reykjaborg RE 25 ex Rögnvaldur SI 77. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Reykjaborg RE 25 liggur hér við bryggju í Keflavík eitt haustið og hinum megin við bryggjuna er Guðbjörg GK 517. Báðir Vararbátar sem smíðaðir voru fyrir Grenvíkinga.  Reykjaborg hét upphaflega Sigrún ÞH 169 og var í eigu Sævars h/f á Grenivík. Báturinn var smíðaður … Halda áfram að lesa Reykjaborg RE 25

Þórður ÞH 92

5476. Þórður ÞH 92. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hér leggur Viðar Þórðarson upp í róður á Þórði ÞH 92 um árið, ca. 1985 plús mínus. Jóhann Sigvaldason bátasmiður á Húsavík smíðaði Þórð ÞH 92 fyrir Viðar árið 1961. Báturinn var 3,51 brl. að stærð, smíðaður úr furu og eik. Búinn 33 heestafla Volvo Penta. Hér má … Halda áfram að lesa Þórður ÞH 92

Bátalónsbátar á Norðfirði

1791. Hafdís NK 50 - 1862. Inga NK 4. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004. Þegar minnst er á Bátalónsbáta koma yfirleitt fyrst upp í hugann 11 tonna trébátarnir en hér liggja tveir Bátalónsstálbátar við bryggju á Norðfirði. Þetta var sumarið 2004 en sá blái hét upphaflega Máni ÍS 54 frá Þingeyri og þegar þarna var komið … Halda áfram að lesa Bátalónsbátar á Norðfirði

Níels Jónsson EA 106

1357. Níels Jónsson EA 106 ex Arnarnes ÍS 133. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004. Níels Jónsson EA 106 frá Hauganesi kemur hér að landi á Húsavík vorið 2004 en hann var þá á netum Báturinn hét upphaflega Arnarnes ÍS 133 og var smíðaður hjá Bátasmiðjunni Vör hf. á Akureyri fyrir samnefnt fyrirtæki á Ísafirði.  Hann var … Halda áfram að lesa Níels Jónsson EA 106

Glaður SH 226

3046. Glaður SH 226. Ljósmynd Magnús Jónsson 2023. Maggi Jóns myndaði þessa nýsmíði frá Trefjum í Hafnarfjarðarhöfn í dag. Glaður SH 226 heitir báturinn sem er af gerðinni Cleopatra 33. Heimahöfn Snæfellsbær. Meira síðar. Glaður SH 226. Ljósmyndir Maggi Jóns 2023. Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn. … Halda áfram að lesa Glaður SH 226