
Hér hvalaskoðunarbáturinn Haukur að leggja upp í hvalaskoðun á Skjálfanda undir stjórn Bjössa Sör.
Myndin var tekin í ágústmánuði árið 2001 en um veturinn fór báturinn í gegnum breytingar og sumarið 2002 hóf hann siglingar sem tveggja mastra skonnorta.
Haukur er 19 brl. að stærð, smíðaður í Skipasmíðastöð Jóns Jónassonar við Elliðaárvog í Reykjavík árið 1973.
Hann hét upphaflega Sigurður Baldvin KE 22 en sama ár var hann seldur vestur á firði þar sem hann fékk nafnið Haukur ÍS 195.
Norðursigling keypti hann árið 1996 og sumarið eftir hóf hann hvalaskoðunarsiglingar frá Húsavík.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.