
Flutningaskipið BBC Lagos sigldi inn Skjálfandann í veðurblíðu dagsins og lagðist að Norðurgarðinum á Húsavík.
Þar biðu skipsins vinnubúðir sem skipa á um borð í það.
BBC Lagos var smíðað í Kína árið 2012 og er 7,138 GT að stærð. Lengd þess er 131 metrar en breiddin 17 metrar.
BBC Lagos siglir undir fána Antigua & Barbuda með heimahöfn í Saint John´s.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution