Tasermiut GR 6-395 á siglingu

IMO 8705838. Tasermiut GR 6-395 ex Labrador Storm. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Grænlenski rækjutogarinn Tasermiut GR 6-395 er hér á siglingu í Meðallandsbugtinni síðdegis í dag.

Togarinn var smíðaður í Langsten Slip & Båtbyggeri AS í Noregi árið 1988. Hann er 75,90 metrar að lengd, 13 metra breiður og mælist 2,590 GT að stærð.

Samkvæmt upplýsingum ShipSpotting.com hét togarinn Tasermiut 1998-2006 þegar hann fékk nafnið Labrador Storm og var með heimahöfn í St. John´s í Kanada.

Árið 2014 fékk hann aftur nafnið Tasermiut og heimahöfnin Nuuk á Grænlandi. Hann var í eigu Royal Greenland sem seldi togarann í byrjun þessa árs innan lands á Grænlandi. Gott ef íslendingar koma eitthvað nálægt útgerð hans í dag.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Færðu inn athugasemd