
Þegar Sólrún EA 151 kom úr sínum fyrsta róðri í sumar var ég staddur við Eyjafjörð og tók þessar myndir á Árskógssandi.
Eins og kannski glöggir menn sjá er þetta gamla Sæunn Sæmundsdóttir ÁR 60 sem smíðuð var hjá Seiglu á Akureyri árið 2007.
Seld norður haustið 2017 og fékk nafnið Tumi EA 84 en var að ég held aldrei gerður út undir því nafni.
Sólrún ehf. á Árskógssandi keypti svo Tuma í vetur og fékk hann þá þetta nafn.
Fór í breytingar á Siglufirði sem m.a fólust í því að byggt var yfir hann og sett á hann pera.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í stærri upplausn.