Hafborg EA 152

2940. Hafborg EA 152. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Hafborg var smíðuð í Danmörku og kom ný til landsins í upphafi þessa árs. Myndirnar eru teknar á Skjálfandaflóa 8. mars er báturinn var á landleið til Húsavíkur.

Hafborg er 25,95 metra löng og átta metra breið, búin til veiða með net og dragnót.

Hún mælist 283 brúttótonn að stærð. Yanmar aðalvél er í bátnum, týpa 6EY17W.

Hér má lesa ítarlegar upplýsingar um bátinn.

2940. HafborgEA 152. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða myndirnar í stærri upplausn.

Færðu inn athugasemd