Húsavíkurhöfn á Sjómannadaginn 1969

Bátar við bryggju á Húsavík á Sjómannadaginn árið 1969. Ljósmynd Sigurður Pétur Björnsson (Silli) Þessa skemmtilegu mynd tók Silli á Sjómannadaginn árið 1969 og sýnir hún Húsavíkurbáta við bryggju. Þarn a má m.a sjá Kristjón Jónsson SH 77 sem síðar fékk nafnið Kristbjörg ÞH 44 fremst við bryggjuna en báturinn var keyptur til Húsavíkur snemma … Halda áfram að lesa Húsavíkurhöfn á Sjómannadaginn 1969

Lagarfoss kom til Húsavíkur í dag

IMO 9641314. Lagarfoss. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Lagarfoss, skip Eimskipafélgsins, kom til Húsavíkur í dag og lagðist að Bökugarðinum. Lagarfoss var smíðaður árið 2014 og er 141 metrar að lengd. Breidd hans er 23 metrar og hann mælist 10,106 GT að stærð. Lagarfoss siglir undir færeysku flaggi með heimahöfn í Þórshöfn. IMO 9641314. Lagarfoss. Ljósmyndir … Halda áfram að lesa Lagarfoss kom til Húsavíkur í dag

Aldey ÞH 110 á Húsavík

1245. Aldey ÞH 110 ex Stokksey ÁR 50. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1992. Þessar myndir voru teknar daginn sem Aldey ÞH 110 kom í fyrsta skipti til heimahafnar á Húsavík en það var í nóvembermánuði árið 1992. Höfði hf. keypti bátinn til rækjuveiða og var hann gerður út til ársins 1996 en þá var Aldey var … Halda áfram að lesa Aldey ÞH 110 á Húsavík