
Haffari EA 133 hét upphaflega Háborg NK 77 frá Neskaupstað og var smíðaður hjá Trésmiðju Austurlands h/f á Fáskrúðsfirði árið 1976.
Báturinn, sem er 17 brl. að stærð, var í Neskaupstað til haustsins 1980 en eftir það hefur hann borið nöfnin Sæunn BA 46, Sæunn BA 13, Gnýfari SH 8, Sigurberg GK 222, Sigurberg EA 322, Manni á Stað GK 44, Manni á Stað NK 44, Manni á Stað SU 100, Eiður EA 13 og frá árinu 2006 hefur hann borið nafnið Haffari. Fyrstu fjögur árin EA 133 en síðan bara EA. Skráður sem farþegabátur.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution