Óli Gísla GK 112

2714. Óli Gísla GK 112. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2009.

Óli Gísla GK 112 var smíðaður fyrir Sjávarmál ehf. í Sandgerði hjá Seiglu í Reykjavík árið 2006.

Báturinn var HU 212 á árunum 2012-2014 en Vísir hf. í Grindavík keypti Sjávarmál ehf. árið 2018 og gaf bátnum nafnið Sævík GK 757.

Árið 2022 var Sævík GK 757 lengd um þrjá metra en sumarið 2024 fékk báturinn nafnið Fjølnir GK 757 og ber hann það nafn í dag.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd