Faldur ÞH 153

1267. Faldur ÞH 153 ex Votaberg ÞH 153. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1985.

Hér siglir Faldur ÞH 153 frá Þórshöfn í Húsavíkurhöfn sumarið 1985 en hann var að fara upp í slipp þar sem hann var skveraður hátt og lágt.

Faldur hét upphaflega Votaberg ÞH 153 og var smíðaður hjá Skipaviðgerðum hf. í Vestmannaeyjum en smíði hans lauk skömmu áður en eldgosið hófst í Heimaey þann 23. janúar 1973.

Báturinn var smíðaður fyrir Sveinbjörn Joensen á Þórshöfn á Langanesi Þorbergur og Níels Jóhannssynir á Þórshöfn keyptu hann í desember sama ár. Heimild. Íslensk skip.

Báturinn hét Votaberg til ársins 1978 er nafnabreyting varð og hann fékk nafnið Faldur. Heimild aba.is

Sumarið 2001 var hann keyptur til Húsavíkur og veturinn þar á eftir notaður til að breyta honum í hvalaskoðunarbát. 

Faldur hóf hvalaskoðunarsiglingar á vegum Gentle Giants sumarið 2002 og er enn að. Faldur er 18 brl. að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd