
Það voru margar myndir teknar á Skjálfanda þann 25 nóvember árið 2004 þegar ný Björg Jónsdóttir ÞH 321 kom til heimahafnar á Húsavík.
Og hér birtist ein þeirra en við fórum á Geira litla til móts við Björgina til að taka myndir.
Útgerðarfélagið Langanes ehf. keypti skipið í í Noregi en það kom frá Póllandi þar sem það hafði verið í breytingum.
Skipið ber nafnið Júpíter VE 161 í dag en hefur áður borið nöfnin Krossey SF 20 og Jóna Eðvalds SF 200.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution