Páll Jónsson GK 7

2957. Páll Jónsson GK 7. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2025. Páll Jónsson GK 7 landaði í Grindavík í gærmorgun tæpum 100 tonnum, uppistaða þorskur og ýsa sem fékkst á Austfjarðarmiðum. Skipið hélt út frá Grindavík að löndun lokinni áleiðis til Hafnarfjarðar þar sem það mun liggja meðan áhöfnin, ásamt öðru starfsfólki Síldarvinnslusamstæðunnar, fer til Póllands … Halda áfram að lesa Páll Jónsson GK 7

Sigurpáll ÞH 130

1262. Sigurpáll ÞH 130 ex Guðbörg GK 517. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2007. Sigurpáll ÞH 130 kemur hér að landi á Húsavík sumarið 2007 en báturinn hét upphaflega Sjöfn ÞH 142 frá Grenivík, smíðaður í skipasmíðastöðinni Vör á Akureyri 1972. Síðar Ásgeir Torfason ÍS 96, Rúna RE 150, Óskar ÍS 68, Guðbjörg GK 517, og loks … Halda áfram að lesa Sigurpáll ÞH 130

Undir norðurljósum

151. María Júlía. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Í haust náði ég mynd regnbogamynd af Maríu Júlíu þegar hún var kominn upp í Húsavíkurslipp og þá kom hugmynd að taka norðurljósamynd af henni. Tækifærið kom í kvöld og hér birtist María Júlía undir dansandi norðurljósum á himni. Með því að smella á myndina er hægt að … Halda áfram að lesa Undir norðurljósum

Þorsteinn Gíslason GK 2

288. Þorsteinn Gíslason GK 2 ex Þorsteinn Gíslason KE 31. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Þorsteinn Gíslason GK 2 kemur hér að landi í Grindavík á vetrarvertíð um árið. Báturinn hét upphaflega Árni Geir KE 31 og var smíðaður í Þýskalandi 1959 Árið 1970 fékk hann nafnið Þorsteinn Gíslason KE 31 og fimm árum síðar fékk hann … Halda áfram að lesa Þorsteinn Gíslason GK 2

Dýpkunarskipið Sandfrakt

IMO 6602496. Sandfrakt ex Floyen.Ljósmynd Magnús Jónsson 2025. Færeyska dýpkunarskipið Sandfrakt hefur undanfarna daga verið að dýpka smábátahöfnina í Hafnarfirði. Skipið var smíðað í Søndeborg í Danmörku árið 1965 og hefur áður borið nöfnin Torshammer og Floyen. Sandfrakt er 47 metrar að lengd, breidd þess er níu metrar og það mælis 299 GT að stærð. … Halda áfram að lesa Dýpkunarskipið Sandfrakt

Byr NS 192 í slipp á Húsavík

992. Byr NS 192 ex Fiskines GK 264. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Bátar frá Bakkafirði komu oft í slipp á Húsavík hér áður fyrr og hér er Byr NS 192 uppi. Byr, sem ber nafnið Jón Forseti í dag, hét upphaflega Benedikt Sæmundsson GK 28 og var smíðaður í Bátalóni hf. í Hafnarfirði árið 1965. Hér … Halda áfram að lesa Byr NS 192 í slipp á Húsavík

Bátar við bryggju á Hofsósi

Bátar við bryggju á Hofsósi. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hér gefur að líta þrjá báta við bryggju á Hofsósi um árið, myndi halda 1989 eða þar um bil. Þetta eru heimabátarnir Berghildur SK 137og Bergey SK 7 ásamt Emmu II SI 164 frá Siglufirði. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í … Halda áfram að lesa Bátar við bryggju á Hofsósi

Bára SH 27

2274. Bára SH 27 ex Sandvík EA 200. Ljósmynd Vigfús Markússon. Bára SH 27 hét upphaflega Sandvík SK 188 og var smíðuð á Ísafirði 1996 hjá Skipasmíðastöðinni hf. fyrir útgerðarfyrirtækið Tind ehf. á Sauðárkróki. Árið 2001 var báturinn seldur til Stykkishólms þar sem hann verður Sandvík SH 53. Hann var lengdur árið 2005 og árið … Halda áfram að lesa Bára SH 27