2163. Óskar ÞH 234 ex Arnar SH 32. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Óskar ÞH 234 kom nýverið úr miklum endurbótum og hefur nú hafið strandveiðar frá Húsavík. Meðfylgjandi myndir voru teknar í morgun en þá var tekinn myndarúntur að lokinni löndun. Það er Hnoðri ehf. sem gerir Óskar ÞH 234 út. Báturinn hét upphaflega Sunna … Halda áfram að lesa Óskar ÞH 234
Month: júlí 2025
Nieuw Statendam á Skjálfanda
IMO 9767106. Nieuw Statendam. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Farþegaskipið Nieuw Statendam kom í morgun og lagðist við ankeri fram undan Húsavík þaðan sem farþegarnir vorur ferjaðir í land á léttbátum skipsins. Nieuw Statendam er sjö ára gamalt skip smíðað á Ítalíu. Það siglir undir hollensku flaggi og heimahöfn þess er Rotterdam. Skipið er 300 metrar … Halda áfram að lesa Nieuw Statendam á Skjálfanda
Skálaberg ÞH 244
1053. Skálaberg ÞH 244 ex Kristbjörg II ÞH 244. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Skálaberg ÞH 244 kemur hér til hafnar á Húsavík um árið sem gæti verið ca. 1984 eða þar um bil. Báturinn var smíðaður í Skipavík fyrir Korra h/f í Ólafsvík árið 1967 en keyptur til Húsavíkur í byrjun árs 1969. Kaupendur voru Olgeir … Halda áfram að lesa Skálaberg ÞH 244
Sólrún NS 26
900. Sórún NS 900 ex Dóri ÍS 252. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1989. Sólrún NS 26 hét upphaflega Valur EA 712 og var smíðaður sem opinn súðbyrðingur á Siglufirði árið 1942. Báturinn var smíðaður fyrir aðila á Dalvík og árið 1950 var hann dekkaður. Tveim árum síðar fékk báturinn nafnið Níels Jónsson EA 712 með heimahöfn … Halda áfram að lesa Sólrún NS 26
Le Champlaine kom til Húsavíkur í kvöld
IMO: 9814038. Le Champlain. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Skemmtiferðaskipið Le Champlaine kom til Húsavíkur í kvöld og lagðist að Norðurgarði. Le Champlaine var smíðað árið 2018 hjá Vard Group AS í Noregi, það er 131, 46 metrar að lengd og 18 metra breitt. Það mælist 9,976 GT að stærð. Le Champlaine, sem siglir undir frönskum … Halda áfram að lesa Le Champlaine kom til Húsavíkur í kvöld
Hrafn Sveinbjarnarson GK 255
1972. Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 ex Snæfel EA 740. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2025. Jón Steinar tók þessar myndir í gærmorgun þegar Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 kom til löndunar í Grindavík. Togarinn var smíðaður í Flekkefjord í Noregi árið 1988 fyrir Hríseyinga en seldur til Grindavíkur síðla árs 1989. Það var Þorbjörn hf. sem keypti … Halda áfram að lesa Hrafn Sveinbjarnarson GK 255
Hulda Björnsdóttir GK 11
3027. Hulda Björnsdóttir GK 11. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2025. Jón Steinar tók þessar myndir af Huldu Björnsdóttur GK 11 í morgun þegar hún kom til löndunar í Grindavík. Aflinn var um 100 tonn. Uppistaðan þorskur, ýsa og karfi. Það er útgerðarfélagið Ganti ehf í Grindavík sem á og gerir togarann út en hann var … Halda áfram að lesa Hulda Björnsdóttir GK 11






