Hrafnreyður KÓ 100

1324. Hrafnreyður KÓ 100 ex Valur ÍS 18. Ljósmynd Jón Páll Ásgeirsson 2013. Hrefnubátnum Hrafnreyður KÓ 100 er hér á mynd sem Jón Páll Ásgeirsson tók á miðunum sumarið 2013. Báturinn var smíðaður hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar hf. árið 1973 og er 101 brl. að stærð. Hann hét upphaflega Ottó Wathne NS 90 og var í … Halda áfram að lesa Hrafnreyður KÓ 100

Jökull útbúinn á grálúðunet

2991. Jökull ÞH 299 ex ex Nanoq GR 1-1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. 11. maí er lokadagur vetrarvertíðar samkvæmt gömlu tímatali og af því tilefni birtist hér mynd sem tekin var við Húsavíkurhöfn í morgun. Þar var verið að útbúa Jökul ÞH 299 til grálúðuveiða í net en hann kom á dögunum norður eftir vetrarvertíð. Byrjaði í Breiðafirði en … Halda áfram að lesa Jökull útbúinn á grálúðunet

Svanur EA 14

7498. Svanur EA 14 ex Sigurveig EA 527. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012. Svanur EA 14 sem hér um ræðir var smíðaður hjá Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði árið 2001. Upphaflega hét hann Vík SH 13 og var smíðaður fyrir  Útgerðarfélagið Kríli ehf. Grundarfirði. Ári síðar var báturinn seldur norður í land og fékk nafnið Sigurveig EA 527 … Halda áfram að lesa Svanur EA 14