
Blíða VE 263 kemur hér til hafnar í Vestmannaeyjum í vikunni en Georg Eiður Arnarson gerir hana út til strandveiða.
Upphafleg hét báturinn Kalli í Höfða ÞH 234 og var smíðaður hjá Trefjum árið 2000 fyrir Aðalstein Pétur Karlsson á Húsavík.
Árið 2009 fékk báturinn nafnið Steini í Höfða EA 37 með heimahöfn í Grímsey.
Báturinn bar nafnið Arnþór EA 37 frá árinu 2015 og þar til í vor að hann fékk nafnið Blíða VE 263.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution