Heimaey VE 1 seld til Noregs

2812. Heimaey VE 1. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson 2025.

Ísfélag hf. hefur selt Heimaey VE 1 til norska félagsins Andrea L AS. og í kvöld kll 20:00 lét hún síðasta sinn úr heimahöfn í Eyjum.

Áfangastaðurinn er Maloy en þar verður skipið afhent norskum kaupendum í næstu viku.

Tryggvi Sigurðsson tók meðfylgjandi mynd í kvöld.

Í tilkynningu frá Ísfélaginu segir:

Heimaey var smíðuð fyrir Ísfélagið og var afhent félaginu árið 2012. Skipið var smíðað í skipasmíðastöðinni Asmar í Chile. Samningar um smíði hennar var undirritaður árið 2007. Árið 2010 skók risastór jarðskjálfti landið sem seinkaði komu skipsins.

Að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðastjóra Ísfélagsins hefur skipið reynst vel á allan hátt þau 13 ár sem það hefur verið gert út.

Eyþór segir aðspurður að áhöfn Heimaeyjar muni færast yfir á nýtt skip félagsins, uppsjávarskipið Pathway sem verður afhent í lok maí í Skagen í Danmörku.

Stefnt að því að koma nýju Heimaey heim til Eyja fyrir sjómannadag.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd