
Júpíter VE 161 sem hér sést í slipp í Reykjavík hét áður Jóna Eðvalds SF 200 og er í eigu Horneyjar ehf., félags sem er í sameiginlegri eigu Skinneyjar-Þinganess og Ísfélagsins.
Júpíter var smíðaður í Noregi árið 1975 og bar nafnið Birkeland þegar skipið var keypt árið 2004 til landsins af Langanesi ehf. á Húsavík.
Birkeland fékk nafnið Björg Jónsdóttir ÞH 321 og eftir miklar endurbætur í Póllandi, þar sem m.a var skipt var um aðalvél og ný brú sett á skipið, kom það til heimahafnar á Húsavík þann 25 nóvember 2004.
Þegar Skinney-Þinganes keypti skipið í lok sumars árið 2006 fékk það nafnið Krossey SF 20 og síðar Jóna Eðvalds SF 200.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.