
Árnes sem hér sést á siglingu hét upphaflega Baldur og var smíðað fyrir útgerð flóabátsins Baldurs í Stykkishólmi.
Smíðin fór fram í Kópavogi og var Baldur afhentur 31. mars árið1966.
Baldur var 180 brl. að stærð en eftir lengingu á Akureyri mældist hann 193 brl. að stærð.
Baldur sigldi um Breiðafjörð með fólk og fragt þar til nýr Baldur var tekinn í notkun árið 1990. Þá fékk hann nafnið Árnes.
Síðar varð Árnes að Humarskipinu sem lá í Reykjavíkurhöfn en það fór í brotajárn árið 2014.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution