Björg Jónsdóttir ÞH 321

1508. Björg Jónsdóttir ÞH 321 ex Höfðavík AK 200. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1996.

Þessa mynd tók Hreiðar Olgeirsson í apríl 1996 þegar ný Björg Jónsdóttir ÞH 321 kom til heimahafnar á Húsavík í fyrsta skipti.

Hér má lesa nánar um komu skipsins til Húsavíkur en Langanes ehf. keypti það frá Akranesi þar sem það bar nafnið Höfðavík AK 200.

Áður en skipið kom norður var það útbúið til nótaveiða en það hafði áður verið gert út til togveiða.

Skipið hét upphaflega Óskar Magnússon Ak 177 og var smíðað sem nóta- og togveiðiskip í Slippstöðinni á Akureyri árið 1978.

Árið 1998 fór Björg Jónsdóttir í miklar breytingar í Póllandi eins og sjá má hér og þegar ný Björg Jónsdóttir ÞH 321 kom til landsins árið 2004 fékk þessi nafnið Bjarni Sveinsson ÞH 322.

Skinney-Þinganes hf. eignaðist Bjarna Sveinson ÞH 322 haustið 2006 og um ári síðar var skipið selt til Noregs.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd