
Farþegaskipið National Geographic Endurance kom til Húsavíkur í kvöld og lagðist að Bökugarði.
NG Endurance er 124,35 metra langt og 23,6 metra breitt og mælist 12,786 GT að stærð.
Eigandi NG Endurance er skipafélagið Lindblad Expeditions sem á einnig systurskipið National Geographic Resolution en þau voru smíðuð í Ulstein Verft í Ulsteinvik, Noregi.
Eigandi NG Endurance er skipafélagið Lindblad Expeditions en það var smíðað árið 2020 og kom hingað til Húsavíkur fyrst sumarið 2021.
Skipið siglir undir fána Bahamas með heimahöfn í Nassau.



Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution