
Vörðufell GK 205 frá Grindavík kemur hér til Þorlákshafnar um árið en þetta nafn bar báturinn frá árunum 1989-1997.
Báturinn hét upphaflega Fálkinn NS 325 og var smíðaður 1982 í Bátalóni fyrir aðila á Bakkafirði.
Báturinn, sem er 30 brl. að stærð, var seldur til Vestmannaeyja árið 1985 þar sem hann fékk nafnið Sigurbára VE 249.
Sigurbáran var seld til Ólafsvíkur árið 1987 þar sem báturin fékk nafnið Sveinbjörg SH 317.
Sveinbjörg varð ÁR 317 í stuttan tíma árið 1989 en fékk síðar sam ár, eins og áður kemur fram, nafnið Vörðufell GK 205 með heimahöfn í Grindavík.
Árið 1997 var Vörðufellið selt til Hornafjarðar þar sem það var Vörðufell SF 200 í smátíma en síðar Gæfa SF 2 og 1998 fékk báturinn nafnið Mundi Sæm SF 1.
Árið 2009 var báturinn kominn á Skagann og fékk nafnið Goði AK 50 og 2011 fékk hann nafnið Lundaberg AK 50.
Árið 2014 fékk báturinn það nafn sem hann ber í dag, Vonin KE 10. Báturinn er í eigu Köfunarþjónustu Sigurðar ehf. og heimahöfn hans Keflavík.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.