Steinn GK 65

972. Steinn GK 65 ex Kristín GK 457. Ljósmynd Jón Páll Ásgeirsson.

Steinn GK 65 var smíðaður í Boizenburg í Austur-Þýskalandi 1965 og hét upphaflega Þorsteinn RE 303. 

Síðar bar báturinn nöfnin Þorsteinn RE, Hafrún ÍS, Hafrún BA, Pétur Ingi KE, Stjörnutindur SU,  Lýtingur NS, Vigdís BA, Haraldur EA, Ásgeir Guðmundsson SF og Atlanúpur ÞH þangað til hann fékk nafnið Garðey SF og loks Kristín GK eftir að Vísir eignaðist hann. 

2008 varð Kristín ÞH 157 með heimahöfn á Húsavík, eigandi Vísir hf.

Árið 2014 fékk báturinn aftur einkennisstafina GK og númerið 457. Eigandi Vísir hf. og heimahöfnin Grindavík.

Báturinn fékk núverandi nafn árið 2020 og er í eigu Skipaþjónustu Íslands.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd