Fjögur skip í dag

Húsavík í dag 21. maí 2024.

Á þessari mynd sem tekin var í dag gefur að líta fjögur skip, Ronja Fjörd liggur við Þvergarðinn, Friðþjóf Nansen við Norðurgarðinn, Vechtborg við Bökugarðinn og fram undan höfðanum er Silver Endeavour.

Þetta eru tvö skemmtiferðaskip, eitt flutningaskip með farm til PCC á Bakka og seiðaflutningaskip.

Ef myndin hefði td. verið tekin td. 21. maí 1984 og fjögur skip í höfn eða framumdan víkinni hefðu þau sennilega tengst KÞ, FH, Kísiliðjunni og eitt strandferðaskip.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd