
Herborg HF 67 hét upphaflega Árni Gunnlaugsson ÓF 15 og var smíðuð árið 1982 og hafði smíðanúmer 69 frá Baldri Halldórssyni skipasmið á Hlíðarenda við Akureyri.
Bátnum hefur verið breytt nokkuð sem og heitið mörgum nöfnum í gegnum tíðina en frá árinu 2020 hefur hann borið nafnið Herborg HF 67.
Nöfnin sem hann hefur borið eru:
Árni Gunnlaugsson ÓF 15, Kná EA 229, Sigurveig EA-227, Sigurveig GK 227, Vinur SK 22, Bergur sterki HU 18, Græðir ÁR 18, Græðir BA 29, Binna ÍS 303, Sif ÍS 303, Eva GK 95, Eva HF 67 og Herborg HF 67.
Meðfylgjandi mynd var tekin í Sandgerði á dögunum.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution