Erling KE 140

2986. Erling KE 140 ex Mars RE 270. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024.

Netabáturinn Erling KE 140 siglir hér í dag inn Stakksfjörðinn og til hafnar í Keflavík.

Saltver ehf. á Erling og gerir út en fyrirtækið keypti bátinn í lok árs 2022 af Útgerðarfélagi Reykjavíkur. Erling er  34 metrar að lengd, breiddin er 9 metrar og hann mælist 465 BT að stærð.

Báturinn hét áður Mars RE 270 og leysti hann Erling KE 140, sem smíðaður var árið 1964, af hólmi.

Mars RE 270 hét áður Sólborg RE 27 og var smíðaður hjá Karstensens Skibsværft í Skagen í Danmörku árið 1988.

Báturinn hét áður Aja Aaju GR 2-258 og var gerð út frá Grænlandi, heimahöfnin Qaqortoq en Útgerðarfélag REykjavíkur keypti hann til landsins árið 2019 og gerði út á grálúðunet.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd